Síðasti leikurinn í Lengjubikarnum á morgun

HaukarHaukar og Þór mætast í lokaleik sínum í riðlakeppninni í Lengjubikarnum í ár í Kórnum á morgun og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Haukar eru sem stendur í 2.sæti riðilsins með 10 stig eftir 6 leiki en næstu lið eru hinsvegar einungis búin með 4 og 5 leiki. En Haukar eiga þá ennþá séns á að tryggja sér þáttökurétt með því að ná að halda sér í 3.sætinu þegar riðlinum lýkur því bestu árangur í 3.sæti í tveimur riðlum fleytir liðunum í 8-liða úrslit.

 Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna í Kórinn á morgun og sjá Hauka spila vonandi ekki sinn síðasta leik í Lengjubikarnum í ár.

Liðið heldur síðan út til Portúgals á mánudaginn í keppnisferð. Það er því kærkomið fyrir liðið að fara út með sigur í farteskinu.

Staðan í riðlinum hjá Haukum er hægt að sjá hér.