Þá er komið að síðasta heimaleik strákanna og jafnframt síðasta leik þeirra á tímabilinu.
Núna fáum við Víking frá Ólafsvík í heimsókn.
Fyrir síðustu umferðina eru strákarnir okkar í 8.sæti með 29 stig en Víkingur er í 3.sæti með 36 stig.
Í síðasta leik sigruðu Haukar liðið sem að er í öðru sæti deildarinnar Í.A. á útivelli 0-2 þar sem þeir sýndu fína takta.
Við vitum að strákarnir vilja klára þetta tímabil með stæl og er allt Haukafólk hvatt til að mæta og styðja við bakið á þeim.
Áfram Haukar