Séræfingar fyrir unglinga

Nokkrar séræfingar hafa verið fyrir bestu ungu skákmenn félagsins og hafa þær verið haldnar á sunnudagskvöldum síðan í byrjun desember.

Oftast er byrjað á að fara í byrjanir og eða endaöfl en svo er teflt.

Á þessar æfingar hafa mætt þeir Sverrir Þorgeirsson, Kristján Ari Sigurðsson, Geir Guðbrandsson og Herbert Ingi Stefánsson, Auk þess hafa þeir komið við sögu þeir Páll Sigurðsson, Sveinn Gauti Einarsson og Stefán Freyr Pálsson.

Á síðustu æfingu sunnudaginn 8. janúar voru ´3 á æfingu.
Byrjað var að fara yfir slavneska vörn, týpíska uppstillingu og hvað skal helst varast í byrjuninni, bæði fyrir svart og hvítt.

Síðan var tekið tvískipt mót. Annarsvegar fyrri umferð þemamót og seinni umferð frjáls.
eftir fyrri hluta var Páll með 2,5 v. Sverrir 1,5 og Geir 1 vinning en Kristján Ari komst ekki á blað.

Páll fékk svo einungis 2 vinninga í seinni og þar með skaust Sverrir upp að hlið hans með því að jafna metin og urðu þeir jafnir og efstir með 4,5 vinning af 6 mögulegum. Geir Guðbrandsson fékk 2,5 vinning og Kristján Ari komst á blað og fékk 0,5 vinninga eftir að hafa samið í kolunninni stöðu gegn Sverri.

Síðan var farið í tvískákareinvígi. Það byrjaði ekki vel fyrir Pál og Geir sem töpuðu fyrstu 3 skákunum gegn Kristjáni og Sverri en síðan lifnuðu þeir aðeins við og viðureignin endaði 5-3 fyrir Sverri og Kidda. Eftir það var skipt um lið og Palli og Kiddi gerðu jafntefli við Sverri og Geir því 2 skáka einvígi fór 1-1