Það var sannkallaður gleðidagur í Schenkerhöllinni á Ásvöllum þegar strákarnir okkar í mestaraflokki í handbolta lögðu FH-inga af velli 22-14 og tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum sjálfum, þar sem andstæðingurinn verður annað hvort HK eða Fram. Sigurinn var eins og tölurnar gefa til kynna gríðarlega sannfærandi. Fyrri hálfleikur var jafn en seinni hálfleikur var hreint ótrúlegur því FH-ingar skoruðu einungis fjögur mörk í honum öllum eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10-10. Markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins og varði 15 skot, öll í seinni hálfleik, en Aron sat á bekknum í fyrri hálfleik!
Markahæstir Hauka voru þeir Stefán Rafn Sigurmannsson með 6 mörk, Gylfi Gyflason 5 og Sveinn Þorgeirsson 5.