Í Smáralindinni í gær var skrifað undir samstarfssamning á milli Hauka og Hagkaups vegna sölu hinna síðarnefndu á sængurverum merktum Haukum. Nú er sem sagt hægt að kaupa sænguverasett með Haukamerkinu á en það er Hagkaup sem lét framleiða fyrir sig um tíu þúsund eintök af settunum með einkennismerki og lit níu íþróttafélaga. Liðin sem koma að samstarfinu eru: Breiðablik, Stjarnan, KR, Fjölnir, HK, FH, Keflavík, Fylkir og Haukar.
Haukar fá til sín kr. 500 af hverju seldu sængurveri þannig að fólk styrkir sitt félag um leið og það kaupir flotta vöru.
Verðið á sængurverunum verður sambærilegt við það sem gerist á sængurfötum erlendra stórliða sem hafa verið ein mest seldu sængurver á Íslandi.
Áfram Haukar!