Sárt jafntefli

Laugardaginn 20. maí síðastliðinn lék meistaraflokkur karla hjá Haukum sinn annan leik 1. deild sumarið 2006, þessi leikur var gegn Fjölni á Fjölnisvelli. Vallarskilyrði voru ágæt en veðrið var heldur óhagstætt til knattspyrnuiðkunar en kalt var í veðri með vindi sem gerði það að verkum að liðin skiptust á milla að vera með vindinum þar að segja að Haukar voru með vindi í fyrri hálfleik en Fjölnir í seinni hálfleik.

Svoldið var um forföll í liði Hauka en Hilmar Trausti er meiddur sem og Hilmar Emils en þeir eru allir að koma til svo var Guðjón í leikbanni fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum á móti Þrótti R. en Amir var kominn í hópinn eftir að hafa verið í leikbanni í þeim leik.

Byrjunarlið Hauka var allveg eins og í leiknum á móti Þrótti R.nema að Amir var kominn í markið. Fyrir framann hann voru Albert sem var fyrirliði, Davíð Ellerts, Davíð Jóns og Pétur Örn svo á miðjunni voru Kristján Ómar, Andri Jan, Edilon og Hilmar Geir. Jónmundur var svo í fremstu víglínu en rétt fyrir aftan hann var Árni.

Því miður vantar fréttarita upplýsingar um fyrstu 10 mínúturnar sökum þess að hann komst ekki fyrr á völlinn en heyrði fréttarirarinn samt að hann hefði misst af fullt af færum hjá Haukum.

Í því sem fréttarirari kom á völlinn fengu Haukar hornspyrnu sem Edilon gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr og staðan orðin 0 – 1 fyrir Hauka eftir 13 mínútna leik. Mínútu síðar komst Jónmundur einn í gegn en skot hans fór yfir mark Fjölnis.

Á þeim tíma sem eftir var af fyrri hálfleik skiptust liðin á að fá hálffæri en ekkert markvert gerðist fyrr en á 44 mínútu en þá átti Davíð Ellerts góða fyrirgjöf frá vinstri á kollinn á Jónmundi en Ögmundur Rúnarsson markmaður Fjölnis varði vel. Stuttu síðar flautaði Einar Örn Daníelsson dómari leiksins til hálfleiks.

Í hálfleik gerðu Haukar eina skiptingu á liði sínu en þá kom Óli Jón inn á fyrir Andra Jan. Lítið skeði fyrstu 10 mínúturnar af seinni hálfleik þó skiptust liðin á að sækja án þess að skapa marktækifæri. Svo á 56 mínútu fengu Haukar sitt fyrsta allminnilega færi í seinni hálfleik en þa´unnu Haukar boltann og Jónmundur fékk hann á vinstri kantinum sendi síðan boltan út á Edilon sem átti skot en Ögmundur í marki Fjölnis varði boltann til Jónmunds en hann náði ekki að nýta færið sem hann fékk og lét Ögmund verja frá sér í horn en út úr því skeði ekkert.

Haukar náðu svo góðri sókn á 60 mínútu þegar Hilmar Geir fékk boltann á hægri kantinum sendi boltann fyrir á Jónmund sem lék á Ögmund í marki Fjölnis en náði ekki að fylgja því eftir og sendi því boltann út á Edilon en hann átti þrumuskot en einn fjölnismaður náði að komast fyrir skotið.

Fjölnismenn fengu sitt fyrsta alminnilega færi í leiknum á 67 mínútu en þa´áttu þeir gott skot á mark Hauka en Amir náð að slá boltann til hliðar en þá for boltinn beint fyrir fætur Péturs Gorgs Makan en hann setti boltann í autt markið og því virtist að Fjölnir hefði jafnað leikinn en þá dæmdi annar aðstoðardómarinn rangstöðu á Pétur Georg og saðan því enþá 0 – 1 fyrir Hauka.

Á 73 áttu leikmenn Hauka í erfiðleikum með að hreinsa alminnilega frá marki sínu og barst boltinn til Gunnars Vals Gunnarssonar sem var rétt við vinstra vítateigshornið en Gunnar Valur lék á einn leikmann Hauka og skaut svo óverjandi skoti upp í fjær hornið og staðan orðin 1 – 1.

Svo á 80 mínútu fékk Davíð Ellerts gult spjald fyrir brot á einum leikmanni Fjölnis.

Í uppbótartíma í seinnihálfleik fengu Haukar tækifæri á að stela sigrinum en Guiðbjörn komst þá ein í gegn eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá Kristjáni Ómari en Guðbjörn nelgdi í Ögmund sem stóð sig vel í marki Fjölnis og kom í veg fyrir fleiri mörk hjá Haukum í leiknum.

Fáeinum mínútum síða flautaði Einar Örn Daníelsson góður dómari leiksins til leiksloka og jafntefli staðreynden Haukar hefðu allveg getað stolið sigri miðaðvið færin sem leikmenn Hauka fengu. Þetta fyrsta stig sumarsins sem Haukar fengu í dag er vonand eitt af morgum stigum sem Haukar eiga eftir að hala inn í sumar.

Bestir Haukamanna í dag voru Hilmar Geir sem átti lipra spretti á kantinum og Amir sem bjargaði Haukum oft í leiknum í dag og kom í veg fyrir að ekki fleiri mörg voru skorðu.

Næsti leikur Haukar er á laugardaginn kemur klukkan 16:00 á Ásvöllum á móti Þór Akureyri. Sjáumst þá og Áfram Haukar!!!