Haukar komnir í 2. sætið á markatölu eftir frækinn sigur í gærkvöldi á KA fyrir norðan. Brynjar Ben. og Ásgeir Ingólfs. skoruðu mörk Hauka og Sigmar varði vítin í lokin!
Spennan í deildinni er í hámarki og nú ætlum við að fjölmenna á Ásvelli á laugardaginn þegar við mætum Víking R. sem er einu stigi á eftir okkur. Gríðarlega mikilvægur leikur og allur stuðningur við strákana nauðsynlegur.
Leikurinn á laugardag hefst kl. 14.00 en við bjóðum upp á hamborgara og kaldann á vægu verði frá kl. 13.00. Við verðum í salnum á efri hæðinni.
Sjáumst á laugardaginn!
Áfram Haukar!