Haukar unnu öruggan sigur á Njarðvík í Lengjubikarnum í gærkvöld og eru eina taplausa liðið í B-riðli Lengjubikarsins.
Njarðvíkingar byrjuðu betur og var fyrsti leikhluti nokkuð jafn. Haukar náðu smá mun í upphafi annars leikhluta og héldu honum allt til upphaf fjórða leikhluta en þá skildu leiðir. Njarðvíkingar skoruðu 2 stig á átta mínútum og meðan juku Haukar muninn jafnt og þétt og unnu að lokum með 21 stigi 82-61.
Jance Rhoads var með 27 stig í leiknum og 10 fráköst og næst henni var Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 16 stig, 5 fráköst og 5 stolna bolta.
Næsti leikur liðsins í Lengjubikarnum er á laugardaginn gegn Hamri í Hveragerði og hefjast leikar kl. 16:30