Skokkhópurinn á vegum Almenningsíþróttadeildar Hauka tók þátt í Reykjavíkurmarathon hlaupinu síðast liðinn laugardag. Félagar hafa verið iðnir við æfingar og lét árangurinn ekki á sér standa. Hópurinn skráði sig í sveitakeppnina bæði til gamans og til þess að vekja athygli á skokkhópnum.
Elín Sigurðardóttir er sigurvegari hópsins í hálfu maraþoni með flögutímann; 1:56:24.
Valgerður Jóna er sigurvegari hópsins í 10 km vegalengdinni með flögutímann; 54:55.
Fjórir félagar hlupu hálft marathon;
Elín Sigurðardóttir Flögutími 1:56:24
Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir Flögutími 2:00:44
Guðrún Þórhalla Helgadóttir Flögutími 2:03:17
Kristín Högnadóttir Flögutími 2:07:54
Þrettán félagar hlupu 10 km; Hér má líta á árangur hópsins eftir sveitum sem báru heitið Haukar skokkhópur 1, 2, 3, 4, og 5.
1. sæti í sveitakeppni Hauka (29.sæti í hlaupinu). Haukar skokkhópur 3
Pétur Viðar Elínarson – Flögutími; 57:38, María Kristín Gylfadóttir – Flögutími; 58:43, Elín Ragna Sigurðardóttir – Flögutími; 1:09:09
2. sæti í sveitakeppni Hauka.( 30 sæti í hlaupinu). Haukar skokkhópur 2
Valgerður Jóna Guðjónsdóttir – Flögutími; 54:55 , Guðrún Gunnarsdóttir – Flögutimi; 1:02:22, Karl Magnús Karlsson – Flögutími; 1:06:36
3. sæti í sveitakeppni Hauka. (31.sæti í hlaupinu). Haukar skokkhópur 4
Stella Kristjánsdóttir-Flögutími; 57:10, Björn Kristján Svavarsson- Flögutími; 57:11, Eva Björg Sigurðardóttir – Flögutími;1:11:44
4. sæti í sveitakeppni Hauka ( 33.sæti í hlaupinu). Hauka skokkhópur 5
Gerður Harðardóttir – Flögutími; 58:32, Lilja Guðjónsdóttir – Flögutími; 58:59, Árdís Olga Sigurðardóttir – Flögutími; 1:09:03, Erna Ingólfsdóttir – Flögutími; 1:08:03
Fjöldi annarra ágætra hafnfirðinga tóku þátt í hlaupinu og eru þeir hvattir til að slást í hópinn á næstu æfingu.
Æfingar hlaupahópsins eru alla miðvikudaga kl.17:30 og laugardaga kl,.10:00. Hópurinn stefnir á að mæta til leiks í Brúarhlaup Selfoss sem fer fram 6.september. Þess má geta að nokkrir félaganna höfðu lítið sem ekkert hlaupið áður en þeir hófu reglulegar æfingar með skokkhópnum og árangurinn því enn glæsilegri.