Reykjanesmótið heldur áfram og í kvöld halda Haukastrákar suður með sjó og mæta liði Keflavíkur. Leikurinn verður spilaður í Toyotahöllinni og hefst kl. 19:15.
Haukar og Keflavík eru jöfn af stigum eða með einn sigurleik hvort en Keflvíkingar sigruðu Breiðablik 101-60 í þeirra fyrsta leik á meðan Haukar unnu Njarðvík 78-70 síðasta Miðvikudag.
Stjarnan er efst með 4 stig, Haukar og Keflavík koma svo með 2 stig hvort en Grindavík, Breiðablik og Njarðvík eru enn án stiga.
Næsti leikur liðsins er svo á Föstudaginn gegn Stjörnunni í Ásgarði.