Rannveig Ólafsdóttir hélt í víking til Ameríku fyrir þetta tímabil og leikur nú með skólaliði Jordan State. Fann hún skólann í gegnum Sigurð Hjörleifsson sem hefur verið í samvinnu við skiptinemasamtök en Rannveig er í ýtarlegu viðtali við karfan.is í dag.
,,Ég vissi aldrei hvern ég gæti talað við til þess að vera örugg um að fá að spila körfubolta í skólanum sem ég mundi lenda í. Ég hafði heyrt að Siggi Hjörleifs væri í sambandi við skiptinemasamtök og gæti hjálpað mér að komast inní skóla svo ég gæti spilað körfu. Ég hafði samband við hann í september 2009 og þá fór þetta allt af stað,” sagði Rannveig sem bættist við sjö manna fjölskyldu!
Lesa má viðtalið í heild sinni á karfan.is