Á fundi aganefndar HSÍ var Ramune Pekarskyte dæmd í eins leiks bann eftir að hafa fengið útilokun í leiks Stjörnunar og Hauka í N1 deild kvenna. Ramune verður því í leikbanni þegar Haukastelpur taka á móti Stjörnunni í undanúrslitum Eimskipsbikarsins á laugardaginn.
Úrskurður aganefndar er á þessa leið: „Ramune Pekarskyte leikmaður Hauka, fékk útilokun í leik Stjörnunni gegn Haukum í M.fl.kv. 07.02.2009. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Að gefnu tilefni er ítrekað að það er ekki á færi aganefndar að endurskoða ákvarðanir dómara í leik heldur ákvarða viðurlög við þeim refsingum sem dómarar beita og koma þannig til kasta aganefndar.“