Rafíþrótta- og skákæfingar hefjast mánudaginn 6. september!

Mánudaginn 6. september tekur haustæfingatafla Hugaríþróttadeildarinnar gildi. Í boði eru bæði blandaðar rafíþróttaæfingar fyrir 4.-10. bekkinga og skákæfingar sem eru opnar öllum. Aðeins eru 10 pláss í boði í hvorum rafíþróttahópi og fer skráning fram á haukar.felog.is. Allir eru velkomnir á skákæfingarnar. Allar æfingarnar fara fram í húsnæði NÚ við Reykjavíkurveg 50 í Hafnarfirði.

Æfingatafla haust 2021

  • Mánudagar 16:45-18:00 – Rafíþróttahópur A
  • Þriðjudagar 16:45-18:00 – Rafíþróttahópur B
  • Miðvikudagar 16:45-18:00 – Rafíþróttahópur A
  • Miðvikudagar 17:00-18:00 – Opin skákæfing
  • Fimmtudagar 16:45-18:00 – Rafíþróttahópur B