Powerade í kvöld

Klukkan 19:00 í kvöld leika Haukar og Keflavík til undanúrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Er leikið í Laugardalshöll. Hinn undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign KR og Grindavíkur og hefst hann kl. 21:00.

Haukar hafa áður leikið í undanúrslitum Powerade-bikarins eða hinum fjóru fræknu og er þetta í fimmta sinn og fimmta árið í röð sem Haukar komast svo langt.

Það var fyrst árið 2004 sem Haukar léku meðal þeirra fjögurra fræknu en það ár tókst liðinu ekki að komast í úrslitaleikinn. Næstu fjögur skipti fór Haukaliðið í úrslitaleikinn og tók tvo titla af þessum þremur. Sá síðasti kom árið 2006.

Yngvi Gunnlaugsson þjálfari Hauka stýrði Haukum til sigurs í Powerade-bikarnum árið 2005 en þá var hann aðstoðarþjálfari Hauka. Ágúst S. Björgvinsson þjálfari liðsins tók út leikbann í úrslitaleiknum en það kom ekki að sök og Haukar unnu í skemmtilegum leik.

Hægt er að kynna sér sögu Powerade-bikarins á vef Körfuknattleiksambandsins með því að smella hér.

Mynd: Haukastelpur stefna á fjórða úrslitaleikinn í röðstefan@haukar.is