Það verður hörkubarátta sem mun einkenna Ásvelli í kvöld en Valsmenn heimsækja Hauka í 1. Deildinni í körfubolta og hefst kl 19:15.
Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka segist eiga vona á erfiðum leik en að hans menn munu mæta vel tilbúnir.
Mynd: stebbi@karfan.is
„Þetta verður gríðarlega erfiður leikur enda Valsmenn með sterkt lið. Yngvi þekkir okkur mjög vel enda búinn að þjálfa kjarnann í Haukaliðunu síðasliðin ár en við munum mæta tilbúnir í 40 mínútna baráttu” sagði Pétur þegar heimasíðan náði tali af honum.
Þá er bara að drífa sig á völlinn og styðja strákana til sigurs.