Pétur Guðmundsson tekur við Haukaliðinu

Í kvöld var skrifað undir samning við Pétur Rúðrik Guðmundsson um þjálfun á meistaraflokksliði Hauka í körfu. Pétur hefur undanfarið verið aðstoðarþjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Iceland Express deildinni auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Keflavík.

Pétur hefur auk þess verið aðstoðarþjálfari í efstu deild hjá tveimur af reynslumestu þjálfurum landsins þeim Friðrik Inga Rúnarssyni og Friðrik Ragnarssyni auk þess að vera aðalþjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Pétur hefur því nokkra reynslu í þjálfun en aðalþjálfarastarf hjá Haukum er hans fyrsta þjálfun í efstu deild.

 

Pétur er þekktur sem baráttumaður sem aldrei gafst upp þegar hann spilaði með Grindvíkingum á sínum tíma og kom fram við undirritunina að stjórn og meistaraflokksráð karla væru að vonast til þess  hann næði að smita af sinni baráttu til strákanna þannig að þeir myndu sína enn meiri baráttu inni á vellinum í næstu leikjum en hingað til í vetur.

 

Samningurinn við Pétur er til þriggja ára og undirrituðu Samúel Guðmundsson og Magnús Gunnarsson samninginn fyrir hönd Hauka.

Á karfan.is er frétt um undirritunina

Og hér má sjá viðtal við Pétur