Íslandsmeistarar Snæfells koma til Hafnarfjarðar á morgun og munu etja kappi við heimamenn í Haukum í IE- deild karla. Snæfell situr sem stendur í toppsæti deildarinnar en Haukar í því áttunda.
Heimasíðan heyrði aðeins í Pétri Ingvarssyni þjálfara Hauka sem segir að Haukar eigi góðan möguleika á sigri.
„Snæfell er ríkjandi íslands-, bikar og fyrirtækjameistarar og efsta liðið í deildinni þannig að það er alveg ljóst að verkefnið er erfitt,“ sagði Pétur og sagði jafnframt að möguleikinn á sigri væri góður en til þessi þyrfti Haukaliðið að eiga toppleik og að öflugur stuðningur úr stúkunni auki líkur á sigri.
„Í liði Snæfells eru góðir leikmenn sem eru vel þjálfaðir en við ætlum að sýna hversu miklar framfarir liðið hefur tekið frá síðast liðnu tímabili þegar við vorum í 1. deild“.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og eins og fyrir aðra heimaleiki strákanna þá verður grill frá kl. 18:00 og barnagæsla frá kl. 19:00