Haukar og Stjarnan mætast í N1-deild karla á morgun, annan í páskum að Ásvöllum. Hefst leikurinn klukkan 19:30 eins og aðrir leikir deildarinnar, en það verður leikin heil umferð á morgun.
Gengi Hauka í síðustu leikjum hefur heldur betur verið brösugt. Í síðustu fimm leikjum hafa einungis tveir leikir sigrast og það með naumasta mun, eins marks sigrar gegn Fram og Gróttu.
Stjarnan hefur hinsvegar sigrað tvo af síðustu þremur leikjum, en þeir voru óheppnir í síðustu umferð þegar þeir töpuðu gegn Gróttu með einu marki. Þar áður höfðu þeir sigrað HK og FH.
Í síðustu umferð urðu Haukar Deildarmeistarar þrátt fyrir tap gegn HK. Haukar munu því taka við Deildarmeistaratitlinum á morgun eftir leikinn. Það er því tilvalið að fjölmenna á Ásvelli á morgun, en það má búast við hörkuleik enda Stjarnan í bullandi fallbaráttu og þurfa því nauðsynlega tvo stig á morgun.
Á morgun munu línur líklega skýrast, enda einungis tvær umferðir eftir og spennan rafmögnuð. Haukar er eina liðið sem er búið að tryggja sér í úrslitakeppnina. Eftir þeim koma, Valur, HK, Akureyri og FH og berjast þau lið um þau þrjú sæti sem eftir eru inn í úrslitakeppnina.
Grótta kemur síðan með 14 stig og Fram og Stjarnan með 11. Eitt lið fellur og fer liðið í næst neðsta sæti í umspil við lið í 1.deildinni.
Aðrir leikir deildarinnar á morgun:
Grótta – Fram
FH – Valur
Akureyri – HK