Haukar fengu góðan liðsstyrk í 1. deild kvenna áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gær því Pála Marie Einarsdóttir var lánuð til félagsins frá Val.
Pála Marie hefur verið lykilmaður í liði Vals undanfarin ár en lék aðeins sjö leiki í Pepsi-deildinni í fyrra því hún fór í barneignarleyfi.
Hún hóf feril sinn hjá Haukum og er því að snúa aftur heim til félagsins sem hún spilaði síðast með árið 2002.
Hún hefur spilað 170 leiki í deild og bikar, flesta með Val eða 156 og skorað 5 mörk.
Pála Marie er miðvörður sem á að baki 5 leiki fyrir A-landslið Íslands.
Textinn í fréttinni er fengin í láni af hinni frábæru fótboltasíðu www.fotbolti.net