Ágætu Haukafélagar,
Þríþrautarkonan Karen Axelsdóttir mun halda erindi um þolþjálfun og segja frá ferli sínum næstkomandi mánudag, 15. ágúst kl. 20.30 í veislusalnum á Ásvöllum.
Karen er núverandi Íslandsmethafi í þríþraut kvenna og karla. Hún er eini Íslendingurinn sem hefur náð að vinna sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í þríþraut, en það fer fram í Hawaii í október næstkomandi.
Karen hefur frá mörgu fróðlegu að segja en hún hóf ekki að æfa þríþraut fyrr en 31 árs gömul, en áður hafði hún lítið stundað íþróttir. Margir kannast við pistla hennar á mbl.is, en um 10% þjóðarinnar les þá pistla að jafnaði. Karen er líklega mest „fit“ Íslendingurinn í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt í þríþraut, þá hljóp hún maraþonið á 3.11 eftir að hafa hjólað í fimm klukkutíma 180 km og synt þar á undan í klukkutíma (3.8 km).
Karen mun fara yfir hvernig best er að búa sig undir keppni og svara spurningum áhreyrenda. Frábært að fá þessa glæsilegu íþróttakonu til okkar á Ásvelli. Við vonumst eftir að sjá sem flesta Haukara á fyrirlestrinum.
Áfram Haukar!