Öll íþróttamannvirki lokuð mánudaginn 16. mars

Kæra Haukafólk.
 
Eftirfarandi upplýsingar voru að berast frá íþrótta- og tómstundafulltrúa:
 
,,Í ljósi þess að endurskipuleggja þarf alla verkferla með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir og öryggi gesta og starfsmanna þá verður öllum sundstöðum og íþróttamannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu lokað á mánudaginn 16. mars. Ætlast er til að þeir sem starfi í sundlaugum og íþróttamannvirkjum noti þennan dag til að undirbúa starfið næstu fjórar vikur. Við mælum eindregið með að íþróttahús sem íþróttafélög stýri loki á morgun og vinni að undirbúningi“.
 
Allar deildir munu nýta daginn til að skipuleggja starfið næstu daga og vikur og munum við upplýsa ykkur um framhaldið þegar þeirri vinnu er lokið.