Olísdeild kvenna, Haukar – Fram

Sólveig Björk Ásmundardóttir markvörður HaukaÁ morgun, laugardag, verður leikin lokaumferðin í Olísdeild kvenna og við tekur svo úrslitakeppnin. Andstæðingur Hauka er Fram og hefst leikurinn kl. 13:30 í Schenkerhöllinni.
Framstúlkur eru þessa stundina í 4. sæti í deildinni, einu stigi á undan Gróttu, og er sigur mikilvægur fyrir Fram til að halda heimaleikjaréttinum.   Aðalþjálfari Fram mun ekki taka þátt í þessum leik þar sem hann þarf að sitja í stúkunni vegna agabrots í síðasta leik liðsins. 
Haukar eru í 6. – 7. sæti með 20 stig, jafnmörg og FH og geta Haukastelpur tryggt sér 6. sætið með sigri ef FH tapar sínum leik en þær leika gegn ÍBV. Haukar og Fram áttust við í byrjun árs í Safamýrinni og þá höfðu Frammarar betur 29 – 26 en mikill stígandi hefur verið í leik Haukaliðsins í seinni umferð mótsins og eru þær því til alls líklegar.

Mætum nú á völlinn og styðjum okkar lið til sigurs.

Áfram Haukar!