Oddaleikur Hauka og Vals – Handhafar aðgönguskírteina HSÍ

Haukar

Handhafar aðgönguskírteina HSÍ (A og B aðgönguskírteini) sem ætla á oddaleik Haukar og Vals um Íslandsmeistaratitil N1 deildar karla eiga að nálgast miða á leikinn á morgun, laugardag, milli kl.10.00 – 12.00 á Ásvöllum. Ekki er hægt að framvísa skírteini við innganginn.

Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja.

Leikurinn fer fram á morgun, laugardag, kl.14.00.

ATH. Miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma