Á fjölmennum auka aðalfundi Knattspyrnudeildar í gær var Ágúst Sindri Karlsson kjörinn formaður deildarinnar.
Jón Erlendsson sem verið hefur formaður í tæp tvö ár flytur nú af landi brott til náms og starfa erlendis.
Jóni eru þökkuð góð störf í þágu félagsins og óskar félagið honum og fjölskyldu velfarnaðar á nýjum vettvangi.