NM-liðin valin

Yngri landsliðsþjálfarar körfuknattleikssambandsins hafa valið 12-manna liðin sem fara á norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð í maí.

Norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik er árlegur viðburður og er ár hvert keppt í U-16 og U-18 karla og kvenna.

Íslensku liðunum hefur gengið mjög vel á undanförnum árum og unnið þar nokkra titla.

Haukar eiga nokkra fulltrúa í þessum liðum en þau eru Guðbjörg Sverrisdóttir U-18, Rannveig Ólafsdóttir U-18, Haukur Óskarsson U-18, Dagbjört Samúelsdóttir U-16, Margrét Rósa Hálfdanardóttir U-16. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari mfl. Hauka, þjálfari U-16 ára liðið.

Eru þau fulltrúar Hauka í Solna í Svíþjóð dagana 20.-24. maí.

Alla hópana er hægt að sjá hér.

Mynd: Dagbjört Samúelsdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir ásamt vinkonum sínum í 10. flokki kvenna.