Það var góð stemning á æfingu Hauka-b á mánudagskvöld, enda fyrsta æfing liðsins eftir að hafa hampað Íslandsmeistaratitli B-liða. En liðið varð Íslandsmeistari síðastliðinn laugardag.
Leikmenn liðsins gerðu sér glaðan dag og mættu í NBA-treyjum. Mis mikill metnaður var lagður í treyjuval og komu sumir heilgallaðir á meðan aðrir létu sér nægja að mæta eingöngu í treyju.
Keppt var um besta búninginn en dómnefndin(Stefán Þór Borgþórsson, Kristinn Geir Pálsson og Sigurður Freyr Árnason) valdi búning Emils Arnar Sigurðarsonar þann besta. Hann mætti í Denver treyju frá níunda áratugnum merktir stigamaskínunni Alex English. Aðrir búningar sem komu til greina voru Paul Pierce(Stefán Þór Borgþórsson), Penny Hardaway(Kristinn Geir Pálsson) og Tyson Chandler(Sigurður Freyr Árnason).
Almenn ánægja var með æfinguna og stefna leikmenn á að vera með pizzu- og videókvöld bráðlega.