Haukar unnu nauman sigur á HK í fyrstu viðureign liðanna í fjögurra liða úrslitum N1 deildar karla. Lokastölur 22-20 fyrir Hauka og staðan í einvíginu 1-0. Næsti leikur fer fram í Digranesinu á laugardaginn kl. 16:00. Elías Már Halldórsson gulltryggði sigur Hauka með lokamarkinu u.þ.b. 15 sekúndum fyrir leikslok. Áður hafði Sigurbergur Sveinsson skorað 21. mark Hauka og sjöunda markið sitt í leiknum. Markverðir beggja liða voru í aðalhlutverkum en þeir Birkir Ívar og Sveinbjörn vörðu vel og fóru m.a. átta víti forgörðum í leiknum, þar af varði Birkir fimm víti og Sveinbjörn þrjú.