Naumt tap gegn bikarmeisturunum

Bryndís Jónsdóttir hélt Haukum inní leiknum Það var stórleikur í N1-deild kvenna í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Bæði lið hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum umferðum og eru Framarar til að mynda nýkrýndir bikarmeistarar.

 Það var jafnt á öllum tölum fyrstu tíu mínúturnar en Framstelpur voru ávallt einu skrefi á undan. En í stöðunni 4-4 náðu Haukar að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum og gerðu gott betur og komust í 6-4. Framarar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust yfir. Leikurinn hélst svo jafn út hálfleikinn en Framarar höfðu þó tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10.

Í fyrri háfleik varði Bryndís heil 10 skot og skoraði Ramune helming marka Hauka eða 5 talsins.

Framstelpur skoruðu fyrstu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og komust í 15-10. Framarar héldu þeirri forystu en í stöðunni 18-13 náðu Haukastelpur að minnka muninn og náðu að breyta stöðunni í 21-20 en þá loksins skoruðu gestirnir eftir langa bið.

Síðustu mínúturnar voru æsispennandi og náðu Haukar að jafna metin, 24-24 en lengra komust þær ekki og skoruðu Framarar síðustu tvö mörk leiksins.

Hjá Haukum var Ramune Pekarskyte markahæst með 11 mörk, Hanna Guðrún kom næst með fimm mörk. Nína Björk og Erna Þráinsdóttir gerðu þrjú mörk hvor. Þórunn og Ester gerðu síðan eitt markið hvor. Bryndís varði síðan 20 skot í markinu.

Næsti leikur Hauka er í Digranesinu næstkomandi laugardag gegn HK og hefst sá leikur klukkan 16:00.

En svo að sjálfsögðu er leikur í N1-deild karla á morgun þegar Haukar sækja Gróttu heim á Seltjarnarnesið en sá leikur hefst klukkan 16:00.