Haukar töpuðu fyrir Snæfell í kvöld í fyrsta leik 8-liða úrslita Iceland Express-deildar karla 76-67. Fyrir leikinn taldi enginn að Haukar ættu möguleika en þeir sýndu það að mikið er spunnið í þetta lið en Haukar leiddu í hálfleik 40-41 eftir að hafa haft mest 12 stiga forskot um tíma í fyrri hálfleik.
Sævar Ingi Haraldsson lék með liðinu í kvöld eftir meiðsli en hann hefur ekki verið með liðinu í tæpa tvo mánuði.
Ljóst er að liðið á raunhæfan möguleika á að leggja deildarmeistara Snæfells að velli en næstu leikur liðanna er á mánudag.
Stuðningsmenn þurfa að mæta og hvetja liðið sem er í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 7 ár.
Stigahæstur hjá Haukum í kvöld var Gerald Robinson með 24 stig og 15 fráköst. Semaj Inge var með 21 stig og Örn Sigurðarson skoraði 9 stig og tók 6 fráköst. Sævar Haraldsson var með 10 stoðsendingar í lið Hauka.
Allir á Ásvelli á mánudag og hvetja Haukastráka.
Áfram Haukar