Nauðsynlegur sigur á Valsmönnum

HaukarHaukar unnu sinn annan leik í IE-deild karla í gær þegar að þeir lögðu lið Vals á Hlíðarenda, 73-76. Haukar náðu strax yfirhöndinni í leiknum og leiddu allan leikinn. Munurinn á liðunum varð þó aldrei meiri en 10 stig og vantaði að Haukaliðið hristi Valsmenn af sér og bætti í muninn.

Sigur Hauka hefði getað orðið stærri en síðustu mínútuna gáfu þeir eftir og Valsmenn minnkuðu muninn niður í þrjú stig.

Helgi Björn Einarsson spilaði þrusu vel á báðum endum vallarins en strákurinn endaði með 19 stig og 7 fráköst. Christopher Smith var hins vegar atkvæðamestur Hauka með 21 stig, 11 fráköst og 3 varin skot.

Hayward Fain spilaði sinn fyrsta leik fyrir Haukaliðið en fann sig ekki í sókninni og gerði 7 stig. Hann var þó fínn í vörninni og stal 5 boltum.

Haukar eiga næst leik við Grindavík í 32-liða úrslitum Poweradebikarsins