Á þriðjudaginn næstkomandi fer fram heil umferð í 1.umferð N1-deildar kvenna 2009-2010. Heil og ekki heil umferð, í ár eru 9 lið í deildinni og mun því eitt lið sitja hjá í fyrstu umferðinni en það verður ekki Haukar. Haukar munu heimsækja Fylki í Árbænum á þriðjudaginn og hefst leikurinn 19:30.
Breytingarnar á liðinu frá því í fyrra hafa verið litlar en Hekla Hannesdóttir hefur gengið í raðir 1.deildarliðs ÍBV. Einnig hefur Herdís Hallsdóttir flutt erlendis.
Tatjana Zukovska mun þó að öllum líkindum spila fleiri leiki í ár en í fyrra en hún gekk til liðs við Hauka fyrir síðasta tímabil. Hún meiddist hinsvegar illa á hné snemma í fyrra og missti þar af leiðindi af nánast öllu tímabilinu.
Fylkisliðið er eins og áður ungt og efnilegt og má búast við hörkuleik í Árbænum á þriðjudaginn. Fylkisliðið sigraði til að mynda Hauka í Opna Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi en Fylkisliðið lenti í 4.sæti á því móti. Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna á fyrsta leik vetrarins sem og alla aðra leiki í vetur.