N1 deild kvenna – leikir fluttir frá Ásvöllum í Íþróttahúsið við Strandgötu.

HaukarHaukar hafa tekið til þess ráðs að færa leiki félagsins  í N1 deild kvenna í handknattleik í Íþróttahúsið við Strandgötu. Ástæða þessa er mikið álag á íþróttahúsið á Ásvöllum, en segja má að Íþróttamiðstöðin sem tekin var í notkun árið 2001 geti nú vart annað  þeirri eftirspurn sem er eftir æfingum og leikjum. Að sjálfsögðu er það ánægjulegt að sjá þá miklu grósku sem er í öllu íþróttastarfi á Ásvöllum og eiga einnig möguleika á að nýta íþróttahúsið við Strandgötu, tímabundið, en á sama hátt er það sárt að þurfa að færa leiki í m.fl. kvenna úr flaggskipi félagsins að Ásvöllum.  Haukar vonast þó til að á næstu misserum muni viðbótarhúsnæði rísa á Ásvöllum í takt við aukna fólksfjölgun á Völlum og nágrannabyggðum og geti  þannig haldið uppi góðri þjónustu við íbúa nærhverfa.   

Haukar eiga góðar minningar úr Íþróttahúsinu á Strandgötu, en mfl. félagsins í handknattleik kvaddi  Íþróttahúsið  með eftirminnilegum hætti með titli í sínum síðasta leik á Strandgötunni,  áður en starfsemi félagsins var flutt að Ásvöllum.   Vonandi kunna stelpurnar okkar vel við sig í ljónagryfjunni á Strandgötunni þann tíma sem þessi ráðstöfun varir. 

 

Verum dugleg að hvetja stelpurnar í næstu leikjum, en þeir eru sem hér segir:

 

Lau. 19.jan.2013
13.30 Schenkerhöllin
Haukar – Selfoss
Verður í Strandgötu kl.16.00

Lau. 2.feb.2013
17.00 Schenkerhöllin
Haukar – FH
Verður í Strandgötu kl.16.00

Lau. 16.feb.2013
13.30 Schenkerhöllin
Haukar – HK
Verður í Strandgötu kl.16.00

Lau. 23.feb.2013
13.30 Schenkerhöllin
Haukar – ÍBV
Verður í Strandgötu kl.13.30