Í dag, 10. febrúar kl. 19.30, taka Haukastrákarnir á móti HK í N1 deild karla. Þessi lið eru bæði um miðja deild með jafnmörg stig, Haukar eru í fjórða sæti og HK í því fimmta. Bæði lið eru með 14 stig en Haukar eru með betra markahlutfall. Það er mikið atriði að Haukar nái að landa sigri í þessum leik til að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar.
Það er mjög mikilvægt að fá góða mætingu á leikinn og að fólk skemmti sér á pöllunum.
Gildi hvatningar fyrir leikmenn er ómetanlegt og eykur líkurnar á sigri til muna.
Grillið verður í gangi frá 18.45 (hamborgarar og pylsur).
Fyrir leik mun nýráðinn yfirþjálfari hkd. Hauka, Gísli Guðmundsson, flytja fyrirlestur um
þau kynslóðaskipti sem eru að eiga sér stað í handboltanum, hjá Haukum og fleiri félögum.
Gísli mun í þessu sambandi fara yfir gildi þess að hlúa að vel að grasrótinni til að leggja línurnar að bjartri framtíð.
Fyrirlestur Gísla hefst stundvíslega kl. 19.00 (hálftíma fyrir leik).Mætum snemma og fáum okkur að borða og hlustum á flottan fyrirlestur.
Rétt fyrir leik kemur svo Halldór Ingólfsson þjálfari mfl. Hauka og ræðir leikinn sem er framundan og svarar spurningum.
Áfram Haukar!