Haukablaðið Neglan kemur út í dag og verður því dreift frítt á leikjum Hauka í dag.
Blaðið er unnið af Media Group ehf fyrir Hauka og er það uppfullt af flottu efni.
Meðal annars má finna viðtöl við Aron Kristjánsson þjálfara Hauka, Díana Guðjónsdóttir ræðir um gengi kvennaliðsins, lið Hauka er skoðað og farið yfir styrleika og veikleika þess, Sigurbergur Sveinsson ræðir um forgjöfina í golfinu, Haukar í horni eru heimsóttir og margt fleira má finna í þessu glæsilega blaði.