Nýr vefur með úrslitaþjónustu íslenskra fótboltaleikja

Haukar

Fyrr í mánuðinum opnaði vefurinn Úrslit.net en þar er hægt að sjá úrslit og markaskorara úr öllum fótboltaleikjum sem fara fram hér á landi.

Vefurinn er stofnaður til að veita betra aðgengi að úrslitaveitu úr íslenska boltanum og sérhæfir sig í að koma úrslitum úr kappleikjum á netið með sem skemmstum tíma. 

Vefurinn hefur þegar fengið góðar mótttökur og helstu fréttamiðlar landsins úr fótboltaheiminum hafa nýtt sér upplýsingar þaðan í fréttir sínar. 

Vefurinn er einnig aðgengilegur fyrir farsímaútgáfur vefa, á m.urslit.net. 

Það eru bræðurnir og Haukararnir, Arnar Daði Arnarsson og Ragnar Miguel Herreros sem eiga veg og vanda að vefnum. 

Vefslóðir Úrslit.net:

Heimasíðan: http://www.urslit.net/

Snjallsímavefur: http://m.urslit.net/

Facebookvefur: http://www.facebook.com/pages/%C3%9Arslitnet/287550651298497

Twittervefur: https://twitter.com/#!/Urslitnet