Nýr samningur á milli Hauka og EAS

Í dag var undirritaður nýr samningur á milli Hauka og EAS. Haukar hafa verið í góðu samstarfi við EAS undanfarin misseri og því ánægjuefni fyrir báða aðila að það haldi áfram.
EAS er með flotta lagersölu næstkomandi laugardag, 3. september,  og ekki úr vegi að minna alla Haukafélaga á þennan viðburð. Ótrúleg verð á fæðubótarefnum. Hreint prótein, máltíðir, kolvetnum, kreatín blöndur, Pro Science sérvörur EAS og margt fleira. Allt að 40-70% afsláttur.
Kristján Geir Jóhannesson, Íslandsmeistari í Fitness, verður á svæðinu til að ráðleggja gestum frá kl. 13:00 til 16:00 og Jóhanna Þórarinsdóttir, ÍAK Einkaþjálfari frá 15-18. Elísa Berglind, kynningarfulltrúi EAS mun standa fyrir kynningum og ráðgjöf allan daginn. Þú finnur hvergi betra verð á hágæða fæðubótarefnum þennan dag. Opið 13:00 – 18:00. EAS verslunin er staðsett í Suðurhrauni 12a, 2. hæð, 210 Garðabæ.

Áfram Haukar!