Handknattleikskonan Hind Hannesdóttir hefur gengið til liðs við Bikarmeistara Hauka. Hind kemur til með að styrkja lið Hauka verulega í komandi átökum. Hún er alhliða leikmaður og getur spilað jafnt sem skytta og sem leikstjórnandi.
Hind lék áður með liði Stjörnunnar en er uppalin Vestmanaeyingur.
Við bjóðum Hind innilega velkomna í Haukafjölskylduna.
Á myndinni er Hind með Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar.