Nýliðum Hauka í IE deild karla er spáð falli í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum liðanna en þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í nýju Laugardalshöllinni í dag. Á sama tíma er kvennaliði félagsins spáð þriðja sæti.
KR er spáð efsta sætinu samkvæmt spánni í karlaflokki og Keflavík því öðru. Liði Tindastóls er spáð falli ásamt Haukum.
Hjá stelpunum er Keflavík spáð efsta sæti og KR því öðru en nýliðum Fjölnis er spáð falli.
Spáin 2010-2011 · Konur
1. Keflavík
2. KR
3. Haukar
4. Hamar
5. Snæfell
6. Grindavík
7. Njarðvík
————
8. Fjölnir
Spáin 2010-2011 · Karlar
1. KR
2. Keflavík
3. Snæfell
4. Stjarnan
5. Grindavík
6. Njarðvík
7. Fjölnir
8. ÍR
9. Hamar
10. KFÍ
————
11. Haukar
12. Tindastóll