Nýji erlendi leikmaður Hauka, Slavica Dimovska verður með liðinu í kvöld þegar það mætir Keflavík í undanúrslitum Powerade-bikarins.
Slavica sem er leikstjórnandi lék á síðustu leiktíð með Fjölni í Iceland Express-deild kvenna og stóð sig með prýði.
Það verður spennandi að fylgjast með henni í vetur.
Áhugasamir geta séð hana þreyta frumraun sína í kvöld í Laugardalshöllinni.
Mynd: Slavica er komin í herbúðir Hauka – Arnar Freyr Magnússon