Meistaraflokkur karla spilaði sinn fimmta leik í fyrstu deild karla mánudaginn 12. júní. Leikurinn var leikinn á móti Fram en þeir féllu úr Landsbankadeildinni sumarið 2005. Fyrir leikinn var Fram í öðru sæti með 10 stig, stigi á eftir Fjölni en Fram átti einn leik til góða. Haukar voru hinsvegar í áttunda sæti með 4 stig jafnmörg og Stjarnan sem var í sjöunda sæti og líka Þór Ak. sem var í níunda sæti.
Byrjunarlið Hauka var hið sama og á móti HK í síðasta leik en sá leikur tapaðist 2 0.
Liðið var þannig að Amir var í markinu, fyrir framan hann voru Albert en hann var eins og í öðrum leikjum sumarsins fyrirliði en með honum í vörinni voru Pétur Örn, Óli Jón og Davíð Ellerts. Á miðjunni voru Kristján Ómar, Ryan, Hilmar Geir og Edilon svo fyrir framan þá var Árni en í fremstu víglínu var Jónmundur.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hauka því strax á fyrstu mínútu fékk Davíð Ellerts gult spjald fyrir brot á einum Frammara. Fyrsta færið kom í leikinn á 8. mínútu og það féll í skaut Frammara en þá slapp Jónas Grani Garðasson einn inn í gegn og fékk Amir einn á móti sér sem varði vel og náði síðan boltanum aftur.
Fyrsta tilraun Hauka var á 11. mínútu en þá átti Edilon gott skot eftir góðan sprett en skotið fór í einn Frammara og horn dæmt en ekkert kom svo úr horninu. Á sömu mínútu fékk Hilmar Geir gult spjald. Þrem mínútum seinna fengu Framarar dæmt víti eftir að brotið hafði verið á Helga Sigurðssyni. Ingvar Ólafsson tók vítið en markmaður Hauka, Amir Mehica, gerði sér lítið fyrir og varði vítið frá Ingvari glæsilega en varnarmenn Hauka náðu svo að hreinsa boltanum úr vítateig sínum.
Ekkert markvert gerðist fyrr en á 34. mínútu en þá fékk Daði Guðmunssson, leikmaður Fram, boltann á vinstri kantinumog sendi boltann inn í teig og þar var Helgi Sigursson einn á auðum sjó og setti boltann framhjá Amir í marki Hauka og kom Fram í 0 – 1. Á næstu mínútum gerðist fátt markvert og eftir lítinn uppbótartíma flautaði Kristinn Jakobsson til hálfleiks.
Í hálfleik gerðu Haukar tvær breytingar á liði sínu en þá komu Ómar Karl Sigurðsson og Jónas Bjarnasson inn á fyrir Árna Hjörvar Hilmarsson og Davíð Ellertsson. Á fyrstu mínútum seinni hálfleiks var mikið um miðjuþóf en Framarar voru ívið betri.
Á 59. mínútu náði Fram liðið snarpri sókn og sendu boltann inn í og þá áttu Haukar erfitt með að hreinsa og einn Frammari fékk boltann, sendi háann bolta og þá fóru tveir Haukamenn upp í skallabolta sem endaði með því að Pétur Örn skoraði sjálfsmark og staðan orðin 0 2 Fram í vil.
Á 66. mínútu átti Ingvi Ólafsson góðann sprett upp miðjuna og lék á hvern Haukamanninn á fætur öðrum og skaut síðan á markið en boltinn fór í einn varnamann Hauka en Ingvar fékk boltann aftur og skaut svo aftur að marki Hauka og í þetta skipti fór boltinn í markið og staðan því orðin 0 3. Það má segja að Ingvar hafi þarna bætt fyrir vítið sem hann misnotaði fyrr í leiknum.
Á 68. mínútu áttu Haukar eitt af sínum mjög fáu marktækifærum í leiknum en þá lék Jónmundur á tvo Framara og skaut síðan á markið en Ögmundur Kristinsson varði vel í marki Fram. Á 75. mínútu gerðu Haukar sína síðustu breytinug í þessum leik en þá kom Hilmar Geir útaf fyrir nafna sinn Emilsson.
Á 87. mínútu átti varamaður Fram, Ingólfur Þórarinsson, góðann sprett upp hægri kantinn og átti síðan gott skot í stöng. Á þeim mínútum sem eftir voru af leiknum gerðist hreinlega ekkert og sigur Fram 0 3 staðreynd.
Þessi leikur var einn slakasti leikur meistaraflokks karla hjá Haukum í sumar en nokkrir ljósir punktar og það er það að hópurinn er að stækka það sást að Jónas Bjarnason var að leika sinn annan leik og Ómar Karl sinn fyrsta en hann hefur verið á bekknum í nokkrum leikjum. Myndir úr leiknum er hægt að sjá á www.haukar.is/fotbolti síðan er farið í myndir og þar sést þetta strax.
Eitt vandamál hefur þó komið upp hjá Haukum í 1. deild karla í sumar og það er það að Haukar eru ekki að fá nein almennileg færi á heilum 90 mínútum og Haukar hafa aðeins skorað 2 mörk í sumar í 1. deildinni en þessu er hægt að kippa í liðinn og það þarf að gerast strax.
Næsti leikur Hauka er föstudaginn 16. júní kl. 20:00 en sá leikur er í bikarnum einmitt á móti Fram á Ásvöllum og þá er tilvalið að koma fram hefndum og hvet ég sem flesta að láta sjá sig á leiknum.
En næsti leikur Hauka í 1. deildinni er á móti Leikni en hann er á Leiknisvelli föstudaginn 23. júní kl. 20:00. Áfram Haukar!!!