Næstu leikir í fótboltanum

Haukar

Fyrir Hauka-fólk sem er á faraldsfæti næstu daga þá á meistaraflokkur karla í fótboltanum krefjandi útileiki næstu daga.  Í kvöld spilar liðið í Stykkishólmi gegn Snæfelli í Bikarkeppni KSÍ en lið Snæfells leikur í 3.deild karla og hefst leikurinn kl. 20:00.  

Á laugardaginn kl. 14:00 mætum við svo Hetti og fer leikurinn fram á Fellavellinum á Egilsstöðum. Sá leikur er í 2.umferð 1.deildar karla en bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð.

Stelpurnar hefja svo leik hér á höfuðborgarsvæðinu kl.19:15 á föstudag þegar þær mæta ÍR í Breiðholtinu. 

Við minnum einnig á að þá sem hafa áhuga, á að staðan í öllum leikjum Hauka sem og aðra félaga er uppfærð á úrslitaþjónustusíðunni, Urslit.net um leið og mörk eru skoruð í leikjum.

 

ÁFRAM HAUKAR!