Stórleikur verður í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á morgun, laugardag kl 16:00, þegar meistaraflokkur kvenna í handknattleik tekur á móti Gróttu í Olísdeildinni.
Stelpurnar okkar hafa verið á mikilli siglingu eftir áramót og unnið 7 síðustu viðureignir og sitja nú í sjötta sæti deildarinnar. Grótta, sem er í 3.-5. sæti, hefur verið að ganga ágætlega og er með sterkt lið. Þær töpuðu þó nokkuð illa í síðasta leik gegn ÍBV í Eyjum.
Ljóst er að þetta verður þungur róður á morgun og því hvetjum við allt Haukafólk til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs.
Áfram Haukar!