Minnum á leik Hauka og Vals

HaukarVið minnum á leik Hauka og Vals í úrslitakeppni N1-deilda kvenna sem fram fer á morgun í Schenkerhöllinni. Leikurinn hefst kl. 16.00 og er frítt inn!

Liðin mættust í fyrsta leik einvígisins í gær og höfðu Valsstúlkur þar 28-19 sigur. Á morgun er hins vegar nýr leikur og með sigri tryggja Haukastelpur sér oddaleik á Hlíðarenda. Vinni Valur leikinn hins vegar er einvíginu lokið og okkar stelpur komnar í sumarfrí, nokkuð sem þær ætla sér alls ekki!

Allir á völlinn og áfram Haukar!