Seinni hálfleikur byrjaði á því að gestinir voru með yfirhöndina en ekki var mikið skoraði í seinni hálfleik svo í stöðunni 18–19 tóku Haukastrákarnir við sér og snéru leiknum sér í hag og fyrr en varir var staðan orðin 21–18 og það sem eftir lifði leiks var mikil barátta í gangi en okkar strákar héldu þetta út og náðu að landa góðum og mikilvægum sigri 25-22.
Bestir í liði Hauka voru markmaðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem varði á þriðja tug skota þar á meðala vítakast þegar stutt var eftir og gestirnir hefðu getað jafnað metin. Einnig var Stefán Rafn Sigurmannsson góður í horninu og setti 8 mörk.
Markaskor Hauka í leiknum var þannig:
Stefán Rafn Sigurmannsson 8 mörk
Þórður Rafn Guðmundsson 4
Tjörvi Þorgeirsson 4
Guðjón Kristinn Helgason 4
Kristján Örn Arnarsson 3
Sigurður Guðjónsson 2
Eftir leikinn eru Haukar í 4. sæti með 21 stig úr 17 leikjum.
Næsti leikur drengjanna er á móti Stjörnunni þann 11. mars kl. 20:00 á Ásvöllum.