Á morgun, laugardag, tekur 2. flokkur á móti Val. Leikurinn hefst kl. 16.00 og verður leikinn í Strandgötunni.
Þessi leikur skiptir Hauka miklu máli en nái þeir að sigra þá tryggja þeir sig í 2. – 4. sæti í deildinni sem er mjög mikilvægt upp á komandi úrslitakeppni.
Fjölmennum í Strandgötuna og styðjum strákana.
ÁFRAM HAUKAR!