Haukar unnu Hött í dag 58-51 í 1. deild karla. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir fallegan leik en mikilvæg stig í hús hjá Haukum.
Haukar eru sem stendur í 2. sæti 1. deildar með 16 stig eftir 10 leiki aðeins tveimur stigum frá toppliði Hamars sem eiga leik til góða.
Bæði lið tefldu í dag fram nýjum erlendum leikmönnum. Haukar honum George Byrd og Höttur Bayo Arigbon.
Leikurinn var í járnum allan tímann og hvorugt lið náði almennilegu forskoti. Munurinn var ávallt 3-5 stig og liðin skipust á að hafa forystuna.
Haukar höfðu þó betur í endann og var það Gunnar Birgir Sandholt sem innsiglaði sigurinn með sniðskoti í endann.
Stigahæstur hjá Haukum var Sveinn Ómar Sveinsson með 20 stig og Lúðvík Bjarnason skoraði 13 stig.
Nokkra leikmenn vantaði í lið Hauka en þeir Kristinn Jónasson, Óskar Magnússon, Haukur Óskarsson og Arnar Hólm Kristjánsson voru ekki með í dag.
Næsti leikur Hauka er á þriðjudag gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum Subwaybikarins.
Myndir úr leiknum á Karfan.is
Mynd: Nýju leikmenn liðanna eru stórir strákar sem tóku vel á því í dag – arnarm@haukar.is