Haukar og FH mætast í N1 deild kvenna í dag og hefst leikurinn kl. 14 en í kjölfarið taka Haukastrákarnir á móti lærisveinum Halldórs Ingólfssonar í Gróttu. Haukar og FH hafa háð marga hildina og undanfarin ár hafa Haukarnir yfirleitt haft betur. Í dag má búast við hörkuleik enda liðin jöfn að stigum í 4.-6. sæti ásamt Fylkisstúlkum. Stigin eru þó ekki það eina sem tekist er á um í leikjum Hauka og FH eins og frægt er. Því er óhætt að fullyrða að það sé mikið undir í dag og stelpurnar eru staðráðnar í að leggja sig allar í leikinn.