Mikið fjölmenni á afmælisbingói Hauka

HaukarUm 300 manns mættu á afmælisbingó Hauka sem haldið var í veislusal Ásvalla í gærdag. Boðið var upp á bollur og kaffi og mátti sjá margar Haukafjölskyldur njóta samverunnar við bingóspil og bollukaffi.
Glæsilegir vinningar voru á boðstólum fyrir alla aldurshópa og var mikil spenna ríkjandi í salnum í hvert sinn sem styttist í BINGÓ.
Haukar þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu félagið með vinningum og öðru og hvetur félagsmenn til að beina viðskiptum sínum til þeirra fyrirtækja sem gera atburð eins og afmælisbingóið í gær mögulegan.
Við viljum minna Haukafólk á að fylgjast vel með atburðum sem eru á dagskrá á afmælisárinu og hvetjum alla til að taka þátt, sjá nánar á viðburðadagatalinu hér vinstra megin á heimasíðunni okkar.

 

Saman myndum við öfluga og samstillta heild sem gaman er að vera hluta af.

Eftirtalin fyrirtæki styrktu afmælibingó Hauka:

Líkamsræktarstöðin Hress
Sælgætisverksmiðjan Góa
Ób – Bensín
Fjarðarkaup
Bæjarbakarí
Hótel Örk
Serrano
Lyfja
Apótek Hafnarfjarðar
Saffran
Fjölsport
Vestubæjarís
Garðheimar*
Gjafverslunin Glugg-inn Firði
Sbarro
Innnes ehf.
EAS (Artasan ehf.)
Sigurborg ehf (Clarins og Porsche snyrtivörur)
Skemmtigarðurinn í Grafarholti
Go – Kart Garðabæ
Forlagið
Veitingastaðurinn Spíran Garðaheimum
Partíbúðin
Pylsubarinn Fjarðargötu
Stjörnusnakk