Mikaela Nótt valin í lokahóp U17 í knattspyrnu

Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu til að leika tvo vináttuleiki við Írland. Leikið verður á Írlandi 14. og 16. febrúar n.k.  Landsliðsþjálfari U17 kvenna er Jörundur Áki Sveinsson.

Mikaela er fædd árið 2004 og er leikmaður í 3. flokki kvenna en hún spilaði þrjá leiki með meistaraflokki kvenna í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Þá hefur hún tekið þátt í leikjum meistaraflokks á núverandi undirbúningstímabili. Mikaela á að baki þrjá leiki með U16.

Til hamingju Mikaela og gangi þér vel!

Mikaela Nótt Pétursdóttir