Miðasala hafin á Ísland-Danmörk

Miðasala er hafin á leik A-landsliðs karla gegn Dönum sem fer fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 10. september.

Er þetta fyrsti leikur Íslands í B-deild Evrópukeppninnar en liðið er með Hollandi, Svartfjallalandi, Dönum og Austurríkismönnum í riðli.

Hægt er að nálgast miða á vefnum Miði.is en leikurinn hefst kl. 20:45 og er hann á eftir landsleik Íslands og Skotlands í knattspyrnu.

Mynd: stebbi@karfan.is – Íslenska liðið að þakka áhorfendum fyrir stuðningin eftir leik Íslands og Austurríkis síðastliðið haust.